ICEPRO boðar til upplýsingafundar um samvirkni í útfærslu trausts í rafrænni þjónustu fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 15:00-16:30.
Þróun í rafrænni útfærslu á þjónustu er orðin mjög hröð hér á landi. Nýir þjónustuþættir kalla á traustari aðferðir við samskipti yfir Internetið. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar hafa væntingar um þjónustu á Internetinu þar sem nauðsynlegt er að hafa mikla vissu fyrir því hverjir eru á sitt hvorum endanum og þar sem þörf er á óvéfengjanlegri staðfestingu á því hvaða ábyrgðir og skuldbindingar liggja til grundvallar.
Dagskrá:
kynningar á þeim stöðlum og almennt viðurkenndum viðmiðum sem varða traust til rafrænna auðkenninga, rafrænna undirskrifta, rafrænnar miðlunar og annarra þátta í rafrænu trausti og á þeirri þörf sem er hér á landi á samkomulagi hagsmunaaðila um útfærslur og viðmið – sem kalla má „samkomulag um samvirkni“.
- Notendur traustþjónusta segja frá tilgangi með notkun þeirra og mögulegum vandamálum tengdum þeim.
Tilgangur:
Ný reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um rafræna auðkenningu og traustþjónustu verður innleidd í lög hér á landi snemma á næsta ári. Reglugerðin mun taka við af lögum um rafrænar undirskriftir sem hafa verið í gildi frá árinu 2001. Með reglugerðinni koma nýjar kröfur um nýja þætti í traustþjónustu umfram hefðbundnar rafrænar undirskriftir. Á undanförnum árum hefur auk þess verið mikil þróun í stöðlum og viðmiðum fyrir traustþjónustu og fjöldi nýrra staðla, viðmiða og tæknilegra forskrifta verið gefin út.
Nokkuð virðist vanta upp á þekkingu á áhrifum þessara nýju krafna og skilning á mikilvægi þess að samræma og samstilla útfærslu og innleiðingu á stöðluðum lausnum fyrir rafrænar auðkenningar og traustþjónustu.
Markmið með fundinum er að ræða þörf á samvirkni og stofna til samstarfs um úrlausnir ef fundarmenn telja það nauðsynlegt.
<< til baka |
prenta